Hvað heita nafnaþjónarnir okkar? (DNS)
Lénum sem eru í vefhýsingu hjá okkur skal vísa á eftirfarandi nafnaþjóna:
ns1.vefhysing.com
ns2.vefhysing.com
Um nafnaþjóna
Segja má að nafnaþjónar séu hinar rafrænu "símaskrár" internetsins en í stað símanúmera er haldið utan um svokallaðar IP tölur. Þegar þú slærð inn veffang (Internet address) í vafran þinn (browser)flettir tölvan þín sjálfkrafa upp í þeim nafnaþjónum sem hún hefur verið stillt á.
Þeir nafnaþjónar fletta upp í öðrum nafnaþjónum og svo koll af kolli þar til heimanúmer (IP tala) viðkomandi veffangs hefur fundist. Þetta gerist allt í bakgrunninum á miklum hraða og við verðum oftast nær lítið vör við þetta rafræna puð. Þegar þú stofnar lén er aðal málið að koma léninu á skrá í þessum rafrænu "símaskrám" Internetsins. Þegar tölvan þín hefur fengið IP tölu tiltekins léns, geymir hún númerið hjá sér í nokkrar klukkustundir svo hún þurfi ekki að spyrja um það í hvert skipti. Ef lén er flutt yfir á aðra IP tölu getur tekið allt að 48 klst fyrir breytinguna að "smitast" um allt Internetið því milljónir tölva gera einmitt það sama og þín tölva og geyma IP tölur léna í tiltekinn tíma frá því veffanginu var síðast flett upp.
Af hverju ótakmörkuð lén?
Ég er með tölvuert af video- og hljóðefni á einum vefnum svo mér líst vel á 4GB silfurpakkann. Ég las á vefnum ykkar að þið tækjuð ekkert aukalega fyrir hýsingu á léni - en einhvers staðar hljóta mörkin að liggja varðandi hversu mörg lén maður getur haft hjá ykkur?
Mörkin á fjölda léna liggja í buddu viðskiptavina okkar en kostnaður þeirra er nægur þó við gerum þeim ekki erfiðara fyrir með því að okra á því sem kostar okkur ekkert. Fjöldi léna hefur nánast engin áhrif á afköst veþjóna heldur er það fyrst og fremst vinsældir þeirra heimasíðna sem vistaðar eru. Flestir okkar viðskiptavina eru á innanlandsmarkaði og álag því lítið í stærra samhengi. Vélbúnaður okkar er þó mjög afkastamikill og langt yfir því sem við þurfum strangt til tekið.
Er haldin tölfræði yfir vefinn minn?
Já, hvert vefsvæði safnar upplýsingum um heimsóknir og í stjórnborðinu eru tvö tól til úrvinnslu þessara upplýsinga. Lénsherrar hafa bæði aðgang að línuritum og annarri myndrænni framsetningu og einnig hráum tölum. Tvö tölfræðitól eru alltaf virk á vefsvæðinu, þau vakta megin lénið og svo er haldin sér tölfræði fyrir hvert undirlén og aukalén ef það á við. Tólin heita Awstats og Webalizer, bæði innbyggð í cpanel stjórnborðið .
Hversu löng er biðin eftir vefsvæði?
Hversu langan tíma tekur fyrir ykkur að gera klárt fyrir viðtöku á léni eftir pöntun? (Isnic gerir þá kröfu að hýsing léns sé klár áður en lénið er stofnað hjá þeim).
Við reynum að afgreiða pantanir samdægurs og oft náum við að afgreiða aðeins nokkrum mínútum eftir að pöntun hefur borist. Til að gera ráð fyrir öllum hugsanlegum misfellum lofum við 24 tíma afgreiðslu. Um leið og pöntun er afgreidd fær viðskiptavinurinn tölvupóst með öllum upplýsingum sem hann þarf til að tengjast vefsvæðinu og stjórnborðinu og getur byrja að vinna, þ.á.m. að stofna lén hjá Isnic eða öðrum. Flestir erlendir söluaðilar léna gefa viðskiptavinum kost á að leggja léninu þangað til hýsing hefur fundist og Isnic hóf 2007 að veita þessa sömu þjónustu.
Hvar er vefhýsingin?
"Verð hjá ykkur er áberandi lægra en annars staðar, er það vegna þessa að vefirnir eru hýstir í Bandaríkjunum?"
Það er rétt að vefþjónarnir okkar eru hýstir í gagnamiðstöð í Bandaríkjunum (BNA), nánar tiltekið í Virginíu fylki. Við vorum marga mánuði að leita og prófa gagnamiðstöðvar áður en núverandi aðilar urðu fyrir valinu (margir duttu af listanum áður er þessir stóðu einir eftir). Ákvörðunin var byggð á rafrænum svartíma (latency), svartíma tækniþjónustu, öryggismálum og umgjörð þeirra (nákvæm staðsetning gagnamiðstöðvarinnar er t.d. ekki gefin upp), afritunarþjónusta (dagleg), staða í goggunarröð á Interneti (við erum með það sem kallast Tier1 tengingu en það er í raun við rótina á megin umferðarhnútum netsins), verð miðað við gæði (alls ekki ódýrasta þjónustan en við fáum mikið fyrir peninginn og það endurspeglast til viðskiptavina okkar).